Til hvers að vera með ASÍ og Samtök atvinnulífsins?

Til hvers er verið að burðast með samninganefndir launþega og vinnuveitenda, þegar ríkistjórn og alþingi hefur gefið út skýrslu um viðmiðunar kjör launþega? Afhverju er ekki einhent sér í að fara eftir þeirri útekt? Er ekki einfaldast að fara eftir þeim viðmiðum og verðtryggja þau launakjör?Til hvers var verðtrygging launa afnumin?  Jú til að búa til svona "kóngulógarvef" samningamanna beggja vegna borðs og láta þá koma með útrétta fórnarhönd smánalegra launahækkanna í hvert skipti sem gengið yrði til samninga,  svona eins og þingmenn alþingis gerðu fyrir kostningar, komu með hnefafylli loforða í kjördæmið til að tryggja sér atkvæði.  Með vísitölu byndingu launa gætum við launþegar lagt niður þetta ASÍ bákn, Samtök atvinnulífsins væru sömuleiðis óþörf, vinnustöðvanir og verkföll heyrðu sögunni til, gætum fjarlægt þessa kóngulær sem spynna þennan lygavef  um kjarabætur, semsagt..horft í gegn um hreint gler gluggana.

Fyrir kostningar um Icesave bullið, þá kepptust viðsemjendur ASí og SA að koma í fréttir sjónvarps og tala þar einum róm um afleiðingar kjarasamninga ef sagt yrði "já" eða "Nei"   og menn létu sér vaxa skegg til að sýnast ábúðarlegri og meira ógnvekjandi,  en þjóðin sagði pass....hingað og ekki lengra, svo er forseta vorum  fyrir að þakka, að kjósendur fengu tækifæri til að koma skýrum skilaboðum til skyla! Það er aumkunnarvert fyrir stjórnmála menn, þingmenn og ráðherra, að sjá þeirra viðbrögð með lýðræðislegar skyldur  (þjóðaratkvæðagreiðslu) sjá þá stökkva upp á nef sér eins og óþæg börn, (vanvita)  og kalla forsetan öllum þeim nöfnum sem þeim hugnaðist.  Valdagræðgin og frekjan hjá þessu foristu-sauða liði ríkistjórnar, er komin út yfir öll velsæmismörk, það skal þvinga allt og alla til samræðis með góðu eða illu, menn sjá ekki til sólar yfir hrifningu af Evrópu sambandinu,  sem er að liðast í sundur og langt komið á hausinn,   það skyptir þetta lið ekki máli, bara komast þangað inn, þar býða þessara uppgjafa þingmanna okkar embætti, " friðarstólar"   skríllinn á Íslandi borgar farmiðan á SAGA-Class  hvort eð er.

Ég vil að lokum vekja á því athygli, hvort ekki eigi að setja inn í stjórnarskrá, ákvæði um að hægt  sé að víkja þingmönnum og ráðherrum fyrirvaralaust úr starfi brjóti þeir af sér í starfi. Hér erum við í þeim málum, langt á eftir öðrum þjóðum eins og í svo mörgu,  erum að fynna upp hjólið, þegar aðrar þjóðir eru búnar að hjóla á því í marga áratugi,  nægir að nefna núverandi stefnu, aðild að ESB,  er ekki sagt að  "brent barn forðist eldinn"    Hvað heldur þú?

kveðja Geiri


mbl.is ASÍ hvarf af vettvangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Geiri. Sammála þér í öllu í þessum pistli. SA og ASÍ eru ekki til neins gagns heldur þvert á móti til stór-hættulegs ógagns fyrir fyrirtæki og verkafólk.

 Nú eru stjórnvöld í gíslingu þeirra og því er það þjóðin sem verður að stjórna fiskveiðunum á skipulagðan réttlátan hátt og í fullum lagalegum rétti samkvæmt mannréttinda-dómsstólnum, og því getum við hætt að hlusta á þessi þjófasamtök. Þá verður starfið auðvelt fyrir alþingi að setja breytingarnar í lög, með þjóðina í fullum rétti á bak við sig. Þá geta þeir ekki hótað stjórnvöldum eins og þeir gera núna!

 Ef SA og ASÍ finnst á sér brotið með því þá geta þeir sótt sinn rétt hjá mannréttindasamtökum sameinuðu þjóðanna til að fá "réttarbætur"!

 Það er okkar eina von að þeir kæri sjálfa sig í forheimsku sinni!

 Nú er bara að skipuleggja hvar á að hittast og ráða ráðum um hvernig við skipuleggjum auknar veiðar og hvernig á að standa að þessu. Til þess þurfum við öll sjónarhorn reyndra manna.

 Svona afætur á þjóðfélaginu eins og SA og ASÍ hafa komið Íslandi þangað sem það er núna með sinni forheimsku óheiðarleika lög/mannréttindabrotum og siðblindri græðgi og ólöglegum hroka gagnvart bæði stjórnvöldum og almenningi! Hvað verður um Íslandsbúa ef öfl með þessa lýsingu fá að ráða hindrunarlaust? Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.4.2011 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorgeir Samúelsson

Höfundur

Þorgeir Samúelsson
Þorgeir Samúelsson
Undur og skelfing! Framsóknarmenn!..Er búið að gleyma stjórnarsamstarfi við XD undanfarin rúman áratug...Þar urðu til eignarupptökurnar...bankar...tryggingarfélög...fiskurinn í sjónum..heilög mótaka nýríkra mafíossa...svo flýgur þetta einlita lið á vit ævintýranna með tilstuðlan landsfeðranna sem eru kosnir á hið háa alþyngi..þjófsnautar!..haldið bara áfram að stela eigum landsmanna og samgleðjist svo á skattfrýrri Kirrahafseyju þar sem þið eruð óhultir fyrir skattheimtu heimalands ykkar..viðbjóður villi-græðginnar er komin á það plan að venjulegt fólk er farið að spyrja sig til hvers það sé að búa á svona úthafs-skarfa-skeri.. þar sem fáum útvöldum sé skamtaður sameign þjóðarinnar svosem símafyrirtæki...bankar..tryggingafélög...illaættuð olíufélög..og tala nú ekki um fiskin í sjónum...frekar en orkuauðlyndir þjóðarinnar...sennilega best að þetta þjófagengi þjóðarinnar fái að sigla sinni skútu eins og aðrir eiturlyfja-mannræningjar..að feigðarósi og hælast svo um hversu miklu var áorkað í viðreysn lands og þjóðar!Mestur drullusokkur allra seinni tíma er Framsóknarflokkurinn...ásamt sínu heittelskaða Íhaldi sem þykist hvergi koma nærri þrátt fyrir síðustu afglöp borgarstjórans í Reykjavík..nú er lag fyrir sóduga vélstjóran í Seðlabankanum að koma upp og segja kallinum að vélin sé úrbrædd..og ekki verði áfram siglt undir árum eða fölskum flöggum!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband